Kjartan sagði ósatt

Rannsóknarnefnd Alþingis fór með rangt mál þegar fjallað var um boðun einstaklinga í skýrslutöku

Ólafur Ólafsson sinnti öllum boðum rannsóknarnefndar Alþingis við rannsókn á sölu Búnaðarbankans og óskaði sjálfur eftir því að gefa skýrslu fyrir dómi. Í skýrslunni, á blaðamannafundi nefndarinnar og í viðtölum við fjölmiðla hefur formaður nefndarinnar, Kjartan Bjarni Björgvinsson, ranglega haldið því fram að Ólafur hafi neitað að mæta.

Í myndbroti hér fyrir neðan má sjá Ólaf Ólafsson fjalla um þetta atriði auk þess sem fyrirliggjandi gögn, sem sýna fram á rangfærslur formanns nefndarinnar eru birt. Kjartan Bjarni á enn eftir að útskýra þessar rangfærslur sínar.