Ólafur Ólafsson kynnir sína hlið

Myndband með erindi því sem Ólafur hafði ætlað að flytja á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis


Ólafur Ólafsson situr fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis kl. 15:15 í dag, 17. maí 2017.

Hér er gerð aðgengileg hverjum sem vill framsagan sem Ólafur hafði fyrirhugað að flytja á fundi nefndarinnar í dag. Hann hafði upprunalega óskað eftir 45 mínútum til að flytja erindi sitt, en nefndin getur ekki veitt það svigrúm samkvæmt samskiptum í gær. Ólafur hefur því tekið upp erindið í heild sinni svo þeir sem hafa áhuga hafi möguleika á að kynna sér það fyrir fundinn.

Markmið Ólafs er að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og umgjörð aðkomu þýska bankans við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Ólafur hefur aldrei í rannsóknarferlinu fengið að sjá nein gögn til að tjá sig um né notið andmælaréttar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.