Rangfærslur Vilhjálms leiðréttar

Misskilnings gætti hjá Vilhjálmi Bjarnasyni þegar hann vísaði í gamlar tilkynningar um sölu Búnaðarbankans

Ólafur Ólafsson Vilhjálmur Bjarnason fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingi
Ólafur Ólafsson og Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. (Skjáskot/RÚV).

Á fundi Ólafs Ólafssonar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um miðjan maí sl. lagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í nefndinni fram tvö skjöl sem finna mátti á vef Kauphallarinnar þann 16. janúar 2003, daginn sem íslenska ríkið seldi tæplega 46% hlut sinn í Búnaðarbankanum til einkaaðila. Annað skjali var tilkynning frá þýska bankanum Hauck & Aufhauser um kaup bankans á hlut í Búnaðarbankanum og hitt skjalið var tilkynning til fjölmiðla um sama efni. Í annarri tilkynningunni segir: „Það eru mikil tíðindi að traustur erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun.“

Í kjölfarið hafði Vilhjálmur uppi stór orð um aðkomu Ólafs Ólafssonar að umræddum viðskiptum, svo stór að formaður nefndarinnar þurfti að biðja Vilhjálm um að gæta orða sinna.

Ólafur las stuttlega yfir annað skjalið, sneri því síðan að Vilhjálmi og spurði hver hefði samið umrætt skjal. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Vilhjálmur að bragði.

Ólafur benti þá á það sem rétt er, að tilkynningin var samin af einkavæðingarnefnd. Því til rökstuðnings vísaði hann í kaupsamninginn, grein 15.2, þar sem segir; „aðilar skuldbinda sig til að samræma allar tilkynningar til fjölmiðla og annarra aðila í tengslum við samninginn.“

Þá rifjaði Ólafur í stuttu máli upp sögu Hauck & Aufhauser.

„Það vill svo til að hann er búinn að starfa í 221 ár […] meðan allir bankar á Íslandi hafa farið á hausinn. Þeir eru búnir að fara í gegnum heimskreppur, þeir eru búnir að fara í gegnum þrengingar, styrjaldir, þannig að eitthvað kunna þeir nú fyrir sér í bankarekstri.“

Til að fyrirbyggja frekari misskilning um þetta má, þá mér finna umrædda fréttatilkynningu frá ríkinu HÉR. Þá má lesa nánar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum HÉR.