
Frá því hefur verið greint á vef Alþingis að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á Búnaðarbanka Íslands verði afhent forseta Alþingis miðvikudaginn 29. mars. „Í framhaldinu efnir nefndin til fréttamannafundar kl. 10:30 í Iðnó,“ segir í fréttinni á vef Alþingis.
Samhliða verði opnað fyrir aðgang að skýrslunni á vef rannsóknarnefnda Alþingis.
Fréttablaðið greindi frá því í dag í frétt á forsíðu og inni í blaði að viðbótarfyrirspurn rannsóknarnefndarinnar til vitna bæri með sér að þátttaka þýska bankans hefði aðeins verið til málamynda, en kaupin hefðu verið fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. Þýska bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þátttöku sinni í viðskiptunum.