Raunveruleg aðkoma Hauck & Aufhäuser

Fráleitt er að halda því fram að kaup Hauck & Aufhäuser á hlut í Búnaðarbankanum hafi eingöngu verið til málamynda

Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var hluthafi í Eglu hf. þegar bankinn keypti hlut í Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003. Peter Gatti, framkvæmdastjóri og einn eigenda bankans, sat í stjórn Eglu og tók þátt í ákvarðanatöku og störfum félagsins. Í ávarpi sínu sem til stóð að flytja stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um miðjan maí síðastliðinn fjallaði Ólafur Ólafsson um þetta og annað sem tengist aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum.

Myndbrot af þessum kafla ávarpsins má finna hér fyrir neðan. Þar eru einnig birt stofngögn og önnur gögn sem tengjast viðskiptum Hauck & Aufhäuser á þessum tíma.