Lykiltímasetningar sem tengjast sögu einkavæðingar Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands
Gildistaka laga númer 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands í maí.
Landsbanki Íslands hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. hefja starfsemi eftir að hafa tekið yfir hlutverk og skyldur Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands í janúar.
Ákveðið að selja 15% hlut í Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands í nóvember 1999.
S-hópurinn fær nafn sitt í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í mars mánuði þetta ár. Nafnið vísar til eigenda, stjórnenda og stjórnarmanna fyrrum Sambandsfyrirtækja.
Lög um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands samþykkt á Alþingi í maí, rúmum tveimur mánuðum eftir að þau voru lögð fram.
Sölu Landsbanka Íslands slegið á frest eftir að ekkert kom út úr tilraun stjórnvalda frá því um sumarið til þess að vekja áhuga 24 erlendra banka á kjölfestuhlut í honum.
Fimmtungshlutur í Landsbankanum seldur í almennu útboði um miðjan júní mánuð.
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu upplýsir um áhuga Samson-hópsins 5. júlí og auglýsir þann 10. eftir fjárfestum sem kaupa vilji að minnsta kosti fjórðungshlut í annað hvort Landsbanka Íslands eða Búnaðarbanka Íslands.
Fimm lýsa áhuga á því að kaupa í bönkunum, en samkvæmt tilkynningu einkavæðingarnefndar 25. júlí. Gengið til viðræðna við Samson, S-hóp og Kaldbak.
Einkavæðingarnefnd kynnir í byrjun september þá ákvörðun sína að ganga til viðræðna við Samson hópinn vegna sölu ríkisins á kjölfestuhlut í Landsbanka Íslands hf.
Samkomulagi náð í viðræðum um söluna á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands og það kynnt 22. október. Samson-hópurinn festir kaup á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands. Salan á kjölfestuhlut í Búnaðarbanka formlega hafin. S-hópnum og Kaldbaki boðið að gera tilboð í hlut ríkisins.
Breski fjárfestingarbankinn HSBC, sem var stjórnvöldum til ráðgjafar, gefur álit sitt á tilboðum í Búnaðarbankann 4. nóvember. Tilboð S-hópsins er sagt álitlegra með 66-71 stig af 100 mögulegum, á móti 64 stigum Kaldbaks. Daginn eftir hefjast formlegar samningaviðræður um söluna á hlutnum til S-hópsins.
Rammasamkomulag um kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum undirritað 15. nóvember.
Ralf Darpe, fulltrúi Société Générale, kynnir stjórn Kers á fundi 11. desember að ekkert verði af þátttöku bankans í kaupum á hlut í Búnaðarbanka Íslands. Ákvörðunin er kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu 13. desember, samkvæmt fundargerð.
Dagana 15. og 16. janúar var gengið frá og undirritaðir samningar um fjármögnun kaupa Hauck & Aufhäuser í Eglu hf. (og þar með Búnaðarbankanum), skiptingu ávinnings söluhagnaðar þegar fram í sækti og áhættu af kaupunum. Þýska bankanum var tryggt skaðleysi, en fyrir þátttökuna fékk hann eina milljón evra í þóknun, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Skrifað undir samning um kaup S-hópsins á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands 16. janúar.
Formlegri sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka lýkur 26. maí. Níu eru í stjórn sameinaðs banka, þar á meðal Peter Gatti, framkvæmdastjóri Hauck & Aufhäuser.
Í mars minnkar Hauck & Aufhäuser hlut sinn í Kaupþingi Búnaðarbanka að fenginni heimild viðskiptaráðherra. Seldi Eglu hf. 32,3% af eigin bréfum í félaginu.

Vilhjálmur Bjarnason, þá aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kemur fram í Silfri Egils á Stöð 2 19. febrúar og afhendir Ríkisendurskoðun í framhaldinu gögn 22. febrúar með því sem hann segir nýjar upplýsingar um aðkomu þýska bankans að kaupum í Búnaðarbankanum.

Kjalar, félag Ólafs Ólafssonar, kaupir eftirstandandi 23,12% hlut Hauck & Aufhäuser, sem með því hvarf úr eigendahópi Kaupþings Búnaðarbanka.
Ríkisendurskoðun skilar fjárlaganefnd minnisblaði og samantekt um kaup S-hópsins í Búnaðarbankanum. Sértaklega er tekið fram að Hauck & Aufhäuser hafi tekið þátt sem hluthafi í Eglu hf. og sem slíkur gengið undir allar þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafi krafist.
Vilhjálmur Bjarnason heldur því fram í lok júníað Hauck & Aufhäuser hafi aldrei verið raunverulegur hluthafi í Búnaðarbankanum. Bankinn hafnar fullyrðingunni í yfirlýsingu.
Peter Gatti, framkvæmdastjóri Hauck & Aufhäuser, vísar því á bug í viðtali við Markaðinn þann 22. febrúar að bankinn hafi ekki verið raunverulegur kaupandi við einkavæðingu Búnaðarbankans. Fjárfestingin hafi verið í samræmi við yfirlýsingar og markmið bankans og skilað honum ágætum hagnaði.

Ríkisendurskoðun skilar fjárlaganefnd samantekt og telur ekkert nýtt hafa verið lagt fram sem stutt gæti víðtækar ályktanir Vilhjálms Bjarnasonar.
Þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands samþykkt á Alþingi 7. nóvember. Þriggja manna rannsóknarnefnd skili forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. september 2013.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greinir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frá því að honum hafi borist, frá ónafngreindum einstaklingi, upplýsingar og ábendingar um hvernig leiða mætti í ljós hver hefði í raun verið þátttaka Hauck & Aufhäuser í kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum 2003.

Alþingi samþykkir 2. júní þingsályktun um „rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.“.
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari skipaður 7. júlí til að stýra rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003.

Þingsályktun kemur fram á Alþingi 12. desember um að starf rannsóknarnefndarinnar tefjist fram yfir áramót vegna þess að vitni hafi hafnað, eða ekki sinnt því að koma til skýrslutöku hjá nefndinni.
Rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu um þátttöku Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Upplýst að þýska bankanum hafi fyrir aðkomu hans að viðskiptunum verið tryggt skaðleysi í þeim. Bankinn fékk þóknun fyrir þátttökuna en aflandsfélag á vegum Kaupþings, sem fjármagnaði kaupin og bar áhættuna af viðskiptunum, naut einnig mögulegs framtíðarávinnings.