Samningar um fjármögnun

Dagana 15. og 16. janúar var gengið frá og undirritaðir samningar um fjármögnun kaupa Hauck & Aufhäuser í Eglu hf. (og þar með Búnaðarbankanum), skiptingu ávinnings söluhagnaðar þegar fram í sækti og áhættu af kaupunum. Þýska bankanum var tryggt skaðleysi, en fyrir þátttökuna fékk hann eina milljón evra í þóknun, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.