Formlegar samningaviðræður hefjast

Breski fjárfestingarbankinn HSBC, sem var stjórnvöldum til ráðgjafar, gefur álit sitt á tilboðum í Búnaðarbankann 4. nóvember. Tilboð S-hópsins er sagt álitlegra með 66-71 stig af 100 mögulegum, á móti 64 stigum Kaldbaks. Daginn eftir hefjast formlegar samningaviðræður um söluna á hlutnum til S-hópsins.