Um meinta kröfu um aðkomu erlends fjárfestis við sölu Búnaðarbankans

Ríkið gerði ekki kröfu um erlenda aðkomu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir

Í ávarpinu sem Ólafur Ólafsson ætlaði að flytja stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis en birti á vefnum í staðinn er farið yfir aðdraganda og umgjörð sölu ríkisins á 45,8% hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hér að neðan er gripið inn í þar sem Ólafur víkur nokkrum orðum að meintri kröfu ríkisins um erlenda aðkomu, en hennar var aldrei krafist.

 

Því hefur verið haldið fram að aðkoma erlends banka hafi verið úrslitaatriði þegar kom að samningum við S-hópinn vegna sölu ríkisins á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum 2004. Ólafur Ólafsson, sem leiddi kaup S-hópsins, hefur með vísan til gagna hafnað þeirri túlkun.

Ólafur hefur bent á að skýrt komi fram í fundargerðum einkavæðingarnefndar að það hafi ekki verið grundvallarsforsenda fyrir sölu bankans að erlendur aðili kæmi að kaupunum. Allt tal um mikilvægi þess að erlendir aðilar kæmu að kaupunum hafi verið eftiráskýring stjórnmálamanna sem vildu stæra sig af sölunni.

Það hafi hins vegar verið eigið markmið S-hópsins að fá erlenda fjárfesta að borðinu til þess að tryggja erlenda sérþekkingu.