Ríkið var ekki blekkt

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er lítið sem ekkert sagt um það hvað stjórnvöld geta gert betur við sölu ríkiseigna

„Það er sjálfsagt hægt að afgreiða þessa rannsóknarskýrslu þannig að sökin sé alfarið mín; ég hafi einn og óstuddur stjórnað öllu ferlinu frá upphafi til enda og haldið um penna þeirra er skrifuðu. En þá eru menn að loka augunum fyrir fyrirliggjandi staðreyndum og halda áfram á óbreyttri braut,“ sagði Ólafur Ólafsson í ávarpi sínu sem ætlað var að flytja stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um miðjan maí sl. Í ávarpi sínu fór Ólafur yfir nokkur lykilatriði sem lítið er fjallað um í skýrslunni eða þau tekin úr samhengi.

Myndbrot af þessum kafla ávarpsins má sjá hér fyrir neðan.